Með notkun og/eða skráningu á Umsjón samþykkir notandi án takmarkana þessa skilmála og lýsir því yfir að hafa lesið, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni.
Jafnframt viðurkennir notandi rétt Umsjónar til að breyta skilmálum þessum og gjaldskrá, sem notandi er bundinn af. Komi til breytinga munu þær verða kynntar notanda með textaskilaboðum eða tölvupósti. Breyttir skilmálar taka gildi við tilkynningu en breytingar á gjaldskrá skulu tilkynntar með 30 daga fyrirvara.
Notandi samþykkir framangreindar aðferðir við upplýsingagjöf til hans. Um samning þennan og skilmála Umsjónar sem og öll mál sem rísa kunna af notkun Umsjón, gilda ákvæði íslenskra laga. Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum eða ágreinings um túlkun þeirra skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Skilmálar þessir gilda frá 16.03.2022 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.
Umsjón er ávallt heimilt stöðva notkun og eða loka á aðganga af eftirtöldum ástæðum:
Skylda notenda til greiðslu á mánaðarlegu gjaldi fellur ekki niður þrátt fyrir að til lokunar komi. Umsjón er heimilt að innheimta mánaðarlegt samningsgjald út samningstíma, þrátt fyrir stöðvun eða lokun á notkun notanda.
Umsjón er heildarkerfi fyrir verktaka til að halda utan um tilboð og verk. Kerfið sér meðal annars um um að setja upp tilboð, bóka skoðanir, heldur utan um samþykkarferli og sendir reikninga við verklok. [hér má bæta við texta ef tilefni er til]
Notandi skuldbindur sig til að gæta trúnaðar gagnvart tilboðshafa vegna viðskipta þeirra á milli. Notanda er óheimilt að upplýsa þriðja aðila um efni viðskipta nema með hans samþykki eða slík upplýsingagjöf samrýmist eðli þjónustunnar sem notandi er að veita. Umsjón er jafnframt óheimilt að upplýsa þriðja aðila um efni viðskipta og notanda og ber skylda til að gera það sem í þess valdi stendur til að koma í veg fyrir að upplýsingar um viðskipti notanda komist í hendur óviðkomandi aðila. Upplýsingar má einungis láta í té sé þeirra krafist af þar til bærum aðilum vegna rannsóknar opinberra mála og/eða skylt sé að láta upplýsingarnar af hendi lögum samkvæmt.
Aðilar skulu meðhöndla allar upplýsingar sem gagnaðili veitir honum í tengslum við samning þennan sem trúnaðarupplýsingar sem samningsaðila er óheimilt að veita öðrum aðgang að nema til þess standi lagaskylda eða ákvörðun stjórnvalds eða dómstóls.
Til þess að Umsjón geti veitt notanda þá þjónustu sem felst í notkun á kerfinu er Umsjón nauðsynlegt að vinna með þær upplýsingar sem notandi setur inn í kerfið. Umsjón kemur fram sem svokallaður vinnsluaðili í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við slíka vinnslu.
Með samþykki skilmála þessara veitir notandi Umsjón heimild til vinnslu og skráningar þeirra persónuupplýsinga er varða notkun og framkvæmd skilmálanna, eftir því sem við.
Komi til breytinga á eignarhaldi Umsjónar hefur það ekki áhrif á réttindi og skyldur notanda og þjónusta Umsjónar mun haldast óbreytt óháð slíkum breytingum nema notanda verði tilkynnt um annað með hæfilegum fyrirvara.
Hvorugur aðili skal teljast brotlegur gegn skilmálum þessum eða ábyrgur gagnvart hinum ef orsök er að rekja til atvika sem viðkomandi aðili hefur ekki á valdi sínu (óviðráðanleg atvik). Óviðráðanleg atvik í þessum skilningi eru m.a. en ekki einskorðuð við náttúruhamfarir, styrjaldir eða almennar óeirðir, aðgerðir opinberra aðila sem gera efndir/notkun ómögulegar, vinnudeilur o.þ.h.
Umsjón gerir notanda reikning í upphafi hvers mánaðar fyrir notkun og þjónustu sem innt er af hendi í mánuðinum á undan, auk virðisaukaskatts, frá gildistöku samnings að telja. Gjaldtaka fyrir aðra þjónustu skal fara eftir gildandi gjaldskrá á hverjum tíma. Gjaldskrá Umsjónar er á heimasíðu Umsjónar www.umsjon.io og með undirritun notanda staðfestir hann að hafa kynnt sér hana án athugasemda. Verði ágreiningur um fjárhæð reikninga getur notandi ekki neitað greiðslu nema á þeim hluta sem ágreiningur er um. Notandi skal upplýsa Umsjón þegar í stað um hvers konar athugasemdir við útgefna reikninga. Athugasemdir skulu sendar til Umsjónar með skriflegum hætti.
Notandi ber ábyrgð á því að þjónusta hans sé innt af hendi af heilindum, fagmennsku og í samræmi við lög og almennt viðurkennd viðmið og góðar venjur.
Notandi er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga viðskiptavina sinna. Í því felst að notandi ber ábyrgð á meðferð og öryggi upplýsinganna. Notandi ber n.t.t. ábyrgð á því að vinna hans á grundvelli samningsins uppfylli öll ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, nú lög nr. 90/2018.
Umsjón tekur enga ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni notanda í tengslum við framkvæmd samnings þessa.
Undirritaður ábyrgist og staðfestir að hafa heimild í samræmi við lög, reglur og samþykktir félagsins til að skuldbinda viðkomandi félag.