Umsjón

Umsjón

Eiginleikar

Hugbúnaður sem umbreytir því hvernig verktakar búa til og fylgjast með tilboðum og verkefnum.

Með Umsjón sparar þú tíma, færð heildar yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins og getur einbeitt þér að mikilvægari hlutum í lífinu.

Tími er dýrmætur - nýttu hann vel með Umsjón.

Tilboðsgerð

Sparaðu tíma og peninga með beinni tilboðsgerð á staðnum

Gerið tilboð á staðnum og sendið strax, ekki heima á kvöldin eða upp á skrifstofu. Með Umsjón getur þú eytt minni tíma í skrifstofuna og meiri tíma í úttektum þar sem peningarnir eru gerðir.

Verkefnalisti

Fullkomin yfirsýn yfir verkefnin þín í rauntíma.

Með Umsjón færðu tækifæri til að fylgjast með öllum verkliðum í rauntíma.

Veldu skilvirkni - veldu Umsjón og hafðu alltaf yfirsýn yfir framvindu og kostnað.

Launareiknivél

Aukinn kostnaðarvitund og betri ákvarðanataka.

Umsjón veitir þér tækifæri til að sjá nákvæmlega hvað hver dagur kostar í launakostnað, og hjálpar þér að ákvarða hvort dagurinn sé arðbær eða ekki. Taktu ákvarðanir byggðar á gögnum, ekki giskunum.

Spjallrás

Tenging milli starfsmanna og stjórnenda.

Nýttu kraftinn í spjallforriti Umsjónar til að halda starfsmönnum tengdum og upplýstum. Óháð staðsetningu, allir eru á sömu síðu, sem stuðlar að betri samvinnu og skilvirkari verkstýringu.

Skýrslur

Fjárhagslegt yfirlit og framvindu reikningar.

Ertu að missa af mikilvægum tölum? Með Umsjón færðu aðgang að ítarlegum skýrslum og getur séð hverja krónu í rekstrinum.

Stjórnaðu fjármálum fyrirtækisins með nákvæmum og auðskiljanlegum hætti.

Stimpilklukka/Verkefnalisti

Auka ábyrgð og minnka sóun: "Með stimpilklukku og verkefnalista sem starfsmenn haka í veitir Umsjón þér tól til að halda utan um vinnuframlag og tryggja ábyrgð á hverjum verklið. Minnkaðu sóun og aukaðu nýtingu á mannafla."

Tímalína:

Þegar viðskiptavinur samþykkir tilboðið keyrist það strax inn í Umsjón, þar sem hægt er að setja tilboðið á tímalínu. Viðskiptavinurinn fær póst um dagsetningu og tímann sem verkið tekur, sem tryggir gagnsæi og skipulag.

Aukaverk:

Ef verktakinn er beðin um aukaverk, tekur það aðeins 2 mínútur að senda aukaverk til samþykkis, sem tryggir að öll aukaverk séu borguð.

Verkefnalisti og Innskráning Starfsmanna:

Umsjón fylgir verkefnalisti í snjallforriti, þar sem starfsmenn haka í hverja verkliði sem eru kláraðir. Þetta keyrist inn í Umsjón, þannig að verktaki getur fylgst með öllum skráningum starfsmanna og verkefnum.

Notendavænt Viðmót:

Með Umsjón er hægt að búa til og senda tilboð á staðnum í gegnum símann. Tilboðið fer beint í innhólfið hjá viðskiptavininum með samþykkja eða hafna takka. Þetta sparar tíma og tryggir að viðskiptavinir fái tilboð strax.

Tíma- og Kostnaðaryfirlit:

Umsjón gerir verktaka kleift að fylgjast með tíma og kostnaði starfsmanna yfir daginn eða mánuðinn, og sýnir hver kostnaðurinn er eftir hverju verki.



Ímyndaðu þér að eyða minni tíma í skrifstofu og meiri tíma heima eða á verkstöðum, Allan tíman með fullkomna yfirsýn yfir reksturinn.

Umsjón er ekki bara hugbúnaður; það er félagsleg nýsköpun sem breytir hvernig þú stýrir verkefnum.

Taktu skrefið í átt að einfaldara lífi og skilvirkari rekstri með Umsjón.